Gunnar Kr. Myndlistarmaður / Artist
Blýsólir / Lead Suns
Blýsólir:
Blýsólir:Dimmar og þungar varpa þær grafítsvörtum geislum af hvítri örkinni – blýsólirnar. Hver stroka blýantsins leiðir þig til móts við svart ljósið, inn í hyldýpi ókannaðra sólkerfa sem enginn veit hvort eru uppspretta lífs eða myrkurs. Skínandi sólmyrkvar – lýsandi svarthol. Húkkaðu far með geimskipi teiknarans, láttu berast með sólstöfum á vit hins óþekkta og ferðalagið sjálft mun kenna þér að þekkja áfangastaðinn – baðaðan svörtu ljósi.
Texti: Aðalsteinn Svanur
Lead suns: (Blýsólir) lead-pencil drawings on paper.
BlacklightThe lead suns, dark and heavy, radiate
graphite black rays from the white sheet. Each stroke of the lead-pencil leads you towards the black light, into the abyss of solar systems unexplored, and nobody knows whether they be founts of life or darkness. Radiant solar eclipses – luminous black holes. Hitch a ride in the artist's spaceship, let sun beams carry you to a destination unknown and the journey itself will teach you to recognize it - suffused in black light.
Text: Aðalsteinn Svanur artist and poet





