top of page
Gunnar Kr. Myndlistarmaður / Artist
Sólir/Suns
SÓLIR – G. Kr.
Með sumrinu gerist það af og til að sólarbrækjan hrekur mann í skuggann – geislarnir svo vægðarlausir að það ratar í fréttir við myndir úr sundlaugum og raðir út úr dyrum ísbúðanna. Þótt oftar sakni maður ljóssins og jafnvel mánuðum saman. Á slíkum tímum myrkurs er hverri stund Gunnars Kr. við trönurnar vel varið. Ólíkt Íkarusi forðum fatast Gunnari ekki flugið þótt nálgist sólir – ekki bara eina heldur fylla þær sjónsviðið allt og skína okkur æpandi gular og jafnvel djúpbláar. Glóðheitar dæla þær ögrandi lífi um æðar. Enda vængir geimfarans með penslana ekki vaxborið fiður að hætti grískra goðsagna heldur sköpunargleðin ein – sú gleði sem ásamt geislum sólar er skilyrði þess að líf kvikni.
Texti: Aðalsteinn Svanur


DSCF2198.JPG

DSCF2228.JPG



DSCF2244.JPG
bottom of page