top of page

Stálblóm / Steelflowers

  "STEEL FLOWER" Steel flowers The hiss of hot gas jets and incandescent slag transport the blacksmith to grounds familiar from a previous life to extract these flowers from the Akureyri Slipway. A place where he once built ships, mixing gas and oxygen in a fire which cut steel like bread, and now is his flowerbed. He still fires up the steel but now plays with it like a poet with words, like wind with straws, breathing life into it. It shall be left untold whence the wind carries the seeds of these flowers, but they do not wither at the first touch of nightfrost. For they are no orchids, no fragrant violets nor southern summer growth. The flowers are not cut out to adorn button holes on special days. No, they grow from the sweat of the brow and toil of a ship-builder who long ago laid aside the slag hammer and welding helmet. They are deeply rooted in one man’s struggle for existence.

Text: Aðalsteinn Svanur artist and poet

Stálblóm: Í hvæsandi logskurð, í glóandi gjallið, leitar járnsmiðurinn á kunnuglegar slóðir frá fyrra tilverustigi og dregur út úr Slippstöðinni á Akureyri þennan gróður. Þar sem hann fékkst áður við skipasmíðar og blandaði gas og súr í logann sem ristir stál eins og brauð, þar hefur hann sinn græðireit. Enn fer hann eldi um stálið en leikur nú að því eins og skáld að orðum; eins og vindur að stráum, blæs í það lífi. Hvaðan vindurinn ber fræ þessara jurta skal ósagt látið en hitt er ljóst að blóm þeirra sölna ekki við fyrstu næturfrost. Því hér eru engar orkídeur, engar angandi fjólur eða suðrænt sumarskraut. Þetta eru ekki blóm til að bera í hnappagatinu á tyllidögum. Nei, þessar plöntur vaxa af andlitssvita og erfiði slipparans sem fyrir löngu lagði frá sér gjallhamarinn og rafsuðuhjálminn. Þær eiga sér djúpar rætur í raunverulegri lífsbaráttu.

Texti: Aðalsteinn Svanur

 

bottom of page